18.03.2021
Miðvikudaginn 17. mars síðastliðinn fór fram undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina hér í skólanum. Eins og venjulega voru það nemendur 7. bekkja sem tóku þátt og stóðu sig svo sannarlega með stakri prýði. Frábær upplestur og greinilegt að íslenskukennararnir í 7. bekk, þær Anna Dóra, Íris og Magga Ísaks voru búnar að undirbúa krakkana vel.
Lesa meira
17.03.2021
Miðvikudaginn 10. mars s.l. voru verðlaun veitt í ensku smásagnakeppninni 2020 sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) heldur árlega. Keppnin hefst á hverju ári á evrópska tungumáladeginum þann 26. september og fer þannig fram að nemendur skrifa smásögur á ensku útfrá ákveðnu þemu sem að þessu var A Time for….
Lesa meira
09.03.2021
Skákfélag Selfoss og nágrennis sinnir skákkennslu í Grunnskólanum í Hveragerði. Skákkennarar eru Arnar Gunnarsson, alþjóðlegur meistari, og Oddgeir Ágúst Ottesen. Skákkennarar koma tvisvar í viku og kenna skref-fyrir-skref aðferðina í 2., 3. og 4. bekkjum. Þessi aðferð var hönnuð í Hollandi 1987, sérstaklega til að kenna krökkum skák. Kennslan tekur mið af kunnáttu hvers og eins...
Lesa meira
25.02.2021
Líkt og verið hefur í allan vetur, fór 7. bekkur í umhverfishreinsun á miðvikudagsmorgun. Við ákváðum að fara með alla á þjóðveginn og taka rusl beggja vegna. Þegar hóparnir voru að legga af stað frá N1, komu forsetahjónin keyrandi að og höfðu áhuga á að vita hvað við værum að gera...
Lesa meira
18.02.2021
Í tilefni evrópska tungumáladagsins þann 26. september stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Við tókum þátt í henni í þremur flokkum og undir venjulegum kringumstæðum kynnum við úrslitin og afhendum glæsileg bókaverðlaun fyrir 3 sögur sem okkur finnst skara framúr í hverjum flokki fyrir sig fyrir áramót. En vegna áhrifa af Covid19 tókst það að þessu sinni ekki fyrr en á öskudag.
Lesa meira
12.02.2021
Á föstudögum er gefið út fréttabréf starfsmanna þar sem farið er yfir vikuna sem er að líða og vikuna sem framundan er ásamt ýmsum fróðleiksmolum. Í dag var hundrað og ellefti nemendadagur þessa skólaárs og sólin hækkar á lofti. Það er bjartara framundan í orðsins fyllstu merkingu...
Lesa meira
11.02.2021
Nemendur í 2. bekk hafa verið að prófa Osmo við góðan árangur en Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad og iPhone og er hannað fyrir börn á aldrinum frá 5-13 ára. Osmoleikirnir efla hreyfifærni, skilningarvitin og sköpun auk þess sem þeir þjálfa rökhugsun, hljóðkerfisvitund, orðaforða, stærðfræði, samvinnu og samskipti.
Lesa meira
05.02.2021
Grunnskólinn í Hveragerði er vináttuskóli Barnaheilla. Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki. 1. bekkur vinnur markvisst með námsefni Vináttu en það er námsefni sem einnig er unnið með í leikskólanum og því fín samfella á milli skólastiga. Þessi vinna kemur t.d. í stað bekkjarfunda Olweusar í 1. bekk þar sem þau leysa myndrænar klípusögur, stunda vinanudd, fara í útileiki tengdu námsefninu o.fl.
Lesa meira
02.02.2021
Áhersla tannverndarvikunnar að þessu sinni er á skaðsemi orkudrykkja en neysla ungmenna á orkudrykkjum með koffíni hefur meira en tvöfaldast síðustu 2-3 ár. Mikil og tíð neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsinns sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Tennurnar verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á að tannskemmdum...
Lesa meira
20.01.2021
Úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð 2020, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRúv, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt ljóð bárust, bæði hvað varðar form og innihald en efni þeirra var m.a. um lífið sjálft, jafnrétti, samskipti, gleði, sorg, náttúruna og veiruna sem herjar á heiminn.
Lesa meira