Boðað er til aðalfundar Foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði mánudaginn 25. október klukkan 18.
Foreldrafélag Grunnskólans í Hveragerði býður alla nýja foreldra sérstaklega velkomna til samstarfs og hlakkar til að vinna áfram í samstarfi við alla þá frábæru foreldra sem eiga börn í GíH.
Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði verður haldinn mánudaginn 25. október kl. 18:00 á sal skólans. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta og sýna þannig í verki stuðning við skólagöngu barna sinna. Virkir foreldrar gera góðan skóla enn betri og hafa jákvæð áhrif á allt skólastarf.
Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Foreldrafélagið er skemmtilegur vettvangur fyrir foreldra til að vinna að margvíslegum málum í þágu barna og skólastarfs.
Núverandi stjórn á eitt ár eftir af skipunartíma sínum.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Frá skólastjóra.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.