Fréttir

Osmo í kennslu

Nemendur í 2. bekk hafa verið að prófa Osmo við góðan árangur en Osmo er margverðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad og iPhone og er hannað fyrir börn á aldrinum frá 5-13 ára. Osmoleikirnir efla hreyfifærni, skilningarvitin og sköpun auk þess sem þeir þjálfa rökhugsun, hljóðkerfisvitund, orðaforða, stærðfræði, samvinnu og samskipti.
Lesa meira

Vinátta - forvarnarverkefni Barnaheilla

Grunnskólinn í Hveragerði er vináttuskóli Barnaheilla. Vinátta er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla, frístundaheimilum og dagforeldrum. Verkefnið felst í útgáfu námsefnis sem ætlað er börnum, foreldrum þeirra og starfsfólki. 1. bekkur vinnur markvisst með námsefni Vináttu en það er námsefni sem einnig er unnið með í leikskólanum og því fín samfella á milli skólastiga. Þessi vinna kemur t.d. í stað bekkjarfunda Olweusar í 1. bekk þar sem þau leysa myndrænar klípusögur, stunda vinanudd, fara í útileiki tengdu námsefninu o.fl.
Lesa meira

Tannverndarvika 1.-5. febrúar

Áhersla tannverndarvikunnar að þessu sinni er á skaðsemi orkudrykkja en neysla ungmenna á orkudrykkjum með koffíni hefur meira en tvöfaldast síðustu 2-3 ár. Mikil og tíð neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsinns sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur. Tennurnar verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á að tannskemmdum...
Lesa meira

Ljóðasamkeppni grunnskólanema

Úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð 2020, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRúv, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt ljóð bárust, bæði hvað varðar form og innihald en efni þeirra var m.a. um lífið sjálft, jafnrétti, samskipti, gleði, sorg, náttúruna og veiruna sem herjar á heiminn.
Lesa meira

Ný birtingarmynd kynferðisbrota á netinu

Kæru foreldrar og forsjáraðilar (in english and polish below). Við viljum vekja athygli ykkar á nýrri birtingarmynd kynferðisbrota gegn börnum og unglingum sem vert er að vera vakandi fyrir. Komið hafa upp nokkur tilvik á síðustu vikum þar sem fullorðnir aðilar hafa verið að greiða ungmennum á grunnskólaaldri peninga fyrir kynferðislegar ljósmyndir. Leið þeirra að samskiptum við ungmennin er í flestum tilvikum í gegnum spjall á netinu og...
Lesa meira

Foreldraviðtöl í síma eða tölvu

Komið þið sæl. Miðvikudaginn 20. janúar nk. er foreldradagur hér í skólanum. Að öllu jöfnu hafa nemendur komið í skólann þessa daga til viðtals við umsjónarkennara, ásamt aðstandendum. Um þessar mundir skulu foreldrar og aðstandendur almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Þar af leiðandi verður boðið upp á rafræn foreldraviðtöl að þessu sinni, annað hvort gegnum Teams eða í síma...
Lesa meira

Rafrænn upplestur

Margt skemmtilegt uppbrot var í grunnskólanum í desember en eitt af því var rafrænn upplestur frá nokkrum landsþekktum höfundum. Snemma í desember fengu nemendur upplestur frá Gunnari Helgasyni og Björk Jakobsdóttur og svo fengu nemendur einnig skemmtilegan upplestur frá Ævari vísindamanni. Skemmtileg nýjung þarna á ferðinni.
Lesa meira

Tilkynning 06.01.2020

Tilkynning send út að kvöldi 06.01.2020: Starfsmaður skólans er með staðfest Covid-19 smit. Rakningarvinna er unnin þessa stundina. Nú þegar hefur verið haft samband við þá starfsmenn sem þurfa að fara í sóttkví. Foreldrar nemenda sem þurfa að fara í sóttkví fá tölvupóst þess efnis á eftir, væntanlega líka sms til áminningar.
Lesa meira

Nýárskveðja 2021

Komið þið sæl. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem leið. Skólastarf hefst í fyrramálið, mánudaginn 4.1.2021, samkvæmt stundaskrá klukkan 8:30. Mötuneyti þjónar öllum í hádegismat. Bestu kveðjur, Sævar.
Lesa meira

Jólakveðja og upplýsingar vegna upphafs skólastarfs 2021

Komið þið sæl. Það má með sanni segja að árið hafi verið viðburðaríkt og verður án efa lengi í minnum haft. Skólastarfið hefur verið öðruvísi en venjulega, það hefur í raun fátt verið með venjubundnum hætti árið 2020. Í febrúar fór áhrifa COVID-19 að gæta hér á landi og víðast hvar um heiminn með fjölmörgum samfélagslegum takmörkunum sem hefur áhrif á skólastarf...
Lesa meira