Heilsueflandi grunnskóli

Skólaárið 2013-2014 steig Grunnskólinn í Hveragerði fyrstu skrefin í átt að því að verða heilsueflandi grunnskóli á vegum Landlæknisembættis Íslands. Í heilsueflandi skólum fer fram skólastarf í anda heilsueflingar þar sem markvisst er unnið að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu og líðan  nemenda og starfsfólks.

Í Grunnskólanum í Hveragerði gefst nemendum kostur á hafragraut á morgnana, ávöxtum, grænmeti og mjólk í nestistíma. Í hádeginu geta nemendur einnig fengið heitan mat og hollt meðlæti. Skólinn mælist til þess að nemendur komi með hollt og næringarríkt nesti ef ávaxtastund er ekki nýtt.

Heilsueflandi grunnskóli gerir eftirfarandi:

• Stuðlar að bættri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks.

• Sér til þess að skólaumhverfið sé öruggt og hlúi að nemendum og starfsfólki skólans.

• Eflir nemendur í námi og félagslífi og til að vera virkir þátttakendur í hvoru tveggja.

• Vinnur með foreldrum og sveitarstjórn.

• Fléttar heilsu og velferð saman við daglegt skólastarf.

• Er í stöðugri þróun hvað varðar heilsueflingu í grunnskóla og þeim grunnþáttum sem undir hana falla.

Við skólann starfar heilsueflingarhópur sem vinnur að þessum og öðrum heilsueflandi verkefnum. Hópurinn fundar reglulega og fer í gegnum ýmsa gátlista frá Landlæknisembættinu og vinnur að því að uppfylla atriðin sem þar er að finna.