Heimsókn í 6. og 7. bekk

Mánudaginn 11. október fengum við góða heimsókn í 6. og 7. bekk. Már Gunnarsson ólympíufari og tónlistarmaður kom og hélt fyrirlestur um hvernig er að alast upp sem blindur nemandi og þær hindranir og þá sigra sem hann upplifði í uppvextinum. Einnig sagði hann frá íþróttaferlinum sínum, þær keppnir sem hann hefur tekið þátt í og síðast en ekki síst fengum við smá innsýn í það  hvernig er að fara á ólympíuleika á tímum Covid. Var þetta mjög skemmtilegur fyrirlestur og var greinilegt að nemendur höfðu mjög gaman að.

Þökkum við honum kærlega fyrir komuna.

6. og 7. bekkur