22.12.2020
Komið þið sæl. Það má með sanni segja að árið hafi verið viðburðaríkt og verður án efa lengi í minnum haft. Skólastarfið hefur verið öðruvísi en venjulega, það hefur í raun fátt verið með venjubundnum hætti árið 2020. Í febrúar fór áhrifa COVID-19 að gæta hér á landi og víðast hvar um heiminn með fjölmörgum samfélagslegum takmörkunum sem hefur áhrif á skólastarf...
Lesa meira
17.12.2020
Starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kennsla hefst aftur mánudaginn 4. janúar 2021.
Lesa meira
11.12.2020
Það var eftirvænting í lofti í morgun þegar vinabekkir skólans hittust og gengu hina árlegu vasaljósafriðargöngu. Nemendur og starfsfólk lögðu af stað með vasaljósin og gengið var inn í myrkrið að útistofunni Lundi undir Hamrinum. Þar var búið að kveikja eld og allir höfðu það notalegt um stund.
Lesa meira
09.12.2020
Ekki hefur orðið nein rýmkun á fjöldatakmörkunum í 5. - 10. bekkjum í skólastarfi. Við komum því til með að keyra sömu stundaskrár og við höfum unnið eftir síðustu daga.
Við ætlum þó að reyna að koma hluta af desember viðburðum á dagskrá, á morgun verður vasaljósafriðarganga. Sendur hefur verið út póstur bæði til starfsmanna og heimila vegna hennar. Veðurspá er ágæt.
Að lokinni vasaljósafriðargöngu verður gangasöngur, þátttakendur verða nemendur 2., 3. og 8. bekkja. Sent hefur verið út plan vegna söngsins. FUGG: Fagráð um góðan gangasöng, sendir út lögin sem sungin verða síðar í dag.
Mánudaginn 14. desember klukkan 9:35 verður gangasöngur með nemendum 4., 6. og 9. bekkja, hólfaskipt.
Miðvikudaginn 16. desember klukkan 9:35 verður gangasöngur með nemendum 1., og 10. bekkja, hólfaskipt.
Fimmtudaginn 17. desember verða ekki litlu jól - jólaböll, heldur hefðbundinn dagur í því skipulagi sem unnið hefur verið eftir. Gangasöngur klukkan 9:35 með nemendum 5., 7., og 10. bekkjum , hólfaskipt.
Föstudaginn 18. desember er kertadagur, umsjónarkennarar senda út skipulag vegna hans.
Síðasti dagur á Skólaseli þetta árið er 18. desember.
Bestu kveðjur og ég vona heitt og innilega að þið eigið góða daga á aðventunni.
Sævar Þór Helgason
Grunnskólinn í Hveragerði
Lesa meira
03.12.2020
Lestrarátök sem byrjuðu í öllum árgöngum um miðjan október er nú lokið. Markmiðið með átakinu var að auka leshraða, lestrarlag og lesskilning. Nemendur voru með sérstakt leshefti með lestextum frá Menntamálastofnun til að lesa í heima og hér í skólanum. Nemendur eru um þessar mundir lestrarprófaðir í skólanum til að meta framfarir og niðurstöður gefa til kynna að góður árangur hafi náðst víða.
Lesa meira
01.12.2020
Komið þið sæl, eins og kom fram í pósti okkar 17.11 þá er starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði skipulögð í kringum þær takmarkanir sem tóku gildi miðvikudaginn 18. nóvember. Takmörkunin gilti til 1. desember og hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að framlengja gildandi reglugerð til 9. desember í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis...
Lesa meira
16.11.2020
Komið þið sæl, starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði er skipulögð í kringum þær takmarkanir sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember. Takmörkunin gildir til 1. desember...
Lesa meira
09.11.2020
Komið þið sæl. Baráttudagur gegn einelti er 8. nóvember ár hvert. Í Grunnskólanum í Hveragerði hefur sú hefð verið að nemendur dreifi vinakveðjum til bæjarbúa af því tilefni. Að þessu sinni er skólastarfið háð takmörkunum og þess vegna tóku nemendur skólans sig til að bjuggu til rafrænar vinakveðjur sem við deilum áfram til ykkar næstu daga.
Lesa meira
02.11.2020
Komið þið sæl, starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði verður skipulögð í kringum þær takmarkanir sem taka gildi á morgun, 3. nóvember. Takmörkunin gildir til 17. nóvember. Í auglýsingunni segir í 4. gr. grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks....
Lesa meira
30.10.2020
Komið þið sæl. Á upplýsingafundi stjórnvalda í dag kom fram að breytingar eru framundan á skólastarfi. Reglugerð verður unnin um helgina í samstarfi menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Skólastarf fellur niður að minnsta kosti mánudaginn 2. nóvember. Starfsfólk skólans undirbýr óhefðbundið skólastarf næstu tvær til þrjár vikur þann dag. Engin starfsemi verður í Bungubrekku (Skólasel og Skjálftaskjól).
Lesa meira