Baráttudagur gegn einelti

Í dag, mánudag 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Í Grunnskólanum í Hveragerði er hefð fyrir því að vinabekkir skólans (1. og 10. bekkur saman o.s.frv.) undirbúi daginn vel og vinni saman að jákvæðum og hugljúfum kveðjum sem svo eru bornar í hús í tilefni dagsins, ýmist til fyrirtækja eða heimila. Við tókum forskot á sæluna og fórum í vinagöngurnar sl. föstudag í fínu veðri, þetta árið voru kveðjurnar bornar til allra heimila í Hveragerði. Eftir göngu áttu vinabekkirnir svo góða stund saman. Frábær dagur þar sem allir nemendur stóðu sig vel í baráttunni gegn einelti.