20.01.2021
Úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð 2020, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRúv, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt ljóð bárust, bæði hvað varðar form og innihald en efni þeirra var m.a. um lífið sjálft, jafnrétti, samskipti, gleði, sorg, náttúruna og veiruna sem herjar á heiminn.
Lesa meira
20.01.2021
Kæru foreldrar og forsjáraðilar (in english and polish below). Við viljum vekja athygli ykkar á nýrri birtingarmynd kynferðisbrota gegn börnum og unglingum sem vert er að vera vakandi fyrir. Komið hafa upp nokkur tilvik á síðustu vikum þar sem fullorðnir aðilar hafa verið að greiða ungmennum á grunnskólaaldri peninga fyrir kynferðislegar ljósmyndir. Leið þeirra að samskiptum við ungmennin er í flestum tilvikum í gegnum spjall á netinu og...
Lesa meira
15.01.2021
Komið þið sæl. Miðvikudaginn 20. janúar nk. er foreldradagur hér í skólanum. Að öllu jöfnu hafa nemendur komið í skólann þessa daga til viðtals við umsjónarkennara, ásamt aðstandendum. Um þessar mundir skulu foreldrar og aðstandendur almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Þar af leiðandi verður boðið upp á rafræn foreldraviðtöl að þessu sinni, annað hvort gegnum Teams eða í síma...
Lesa meira
11.01.2021
Margt skemmtilegt uppbrot var í grunnskólanum í desember en eitt af því var rafrænn upplestur frá nokkrum landsþekktum höfundum. Snemma í desember fengu nemendur upplestur frá Gunnari Helgasyni og Björk Jakobsdóttur og svo fengu nemendur einnig skemmtilegan upplestur frá Ævari vísindamanni. Skemmtileg nýjung þarna á ferðinni.
Lesa meira
06.01.2021
Tilkynning send út að kvöldi 06.01.2020: Starfsmaður skólans er með staðfest Covid-19 smit. Rakningarvinna er unnin þessa stundina. Nú þegar hefur verið haft samband við þá starfsmenn sem þurfa að fara í sóttkví. Foreldrar nemenda sem þurfa að fara í sóttkví fá tölvupóst þess efnis á eftir, væntanlega líka sms til áminningar.
Lesa meira
03.01.2021
Komið þið sæl. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á árinu sem leið. Skólastarf hefst í fyrramálið, mánudaginn 4.1.2021, samkvæmt stundaskrá klukkan 8:30. Mötuneyti þjónar öllum í hádegismat. Bestu kveðjur, Sævar.
Lesa meira
22.12.2020
Komið þið sæl. Það má með sanni segja að árið hafi verið viðburðaríkt og verður án efa lengi í minnum haft. Skólastarfið hefur verið öðruvísi en venjulega, það hefur í raun fátt verið með venjubundnum hætti árið 2020. Í febrúar fór áhrifa COVID-19 að gæta hér á landi og víðast hvar um heiminn með fjölmörgum samfélagslegum takmörkunum sem hefur áhrif á skólastarf...
Lesa meira
17.12.2020
Starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kennsla hefst aftur mánudaginn 4. janúar 2021.
Lesa meira
11.12.2020
Það var eftirvænting í lofti í morgun þegar vinabekkir skólans hittust og gengu hina árlegu vasaljósafriðargöngu. Nemendur og starfsfólk lögðu af stað með vasaljósin og gengið var inn í myrkrið að útistofunni Lundi undir Hamrinum. Þar var búið að kveikja eld og allir höfðu það notalegt um stund.
Lesa meira
09.12.2020
Ekki hefur orðið nein rýmkun á fjöldatakmörkunum í 5. - 10. bekkjum í skólastarfi. Við komum því til með að keyra sömu stundaskrár og við höfum unnið eftir síðustu daga.
Við ætlum þó að reyna að koma hluta af desember viðburðum á dagskrá, á morgun verður vasaljósafriðarganga. Sendur hefur verið út póstur bæði til starfsmanna og heimila vegna hennar. Veðurspá er ágæt.
Að lokinni vasaljósafriðargöngu verður gangasöngur, þátttakendur verða nemendur 2., 3. og 8. bekkja. Sent hefur verið út plan vegna söngsins. FUGG: Fagráð um góðan gangasöng, sendir út lögin sem sungin verða síðar í dag.
Mánudaginn 14. desember klukkan 9:35 verður gangasöngur með nemendum 4., 6. og 9. bekkja, hólfaskipt.
Miðvikudaginn 16. desember klukkan 9:35 verður gangasöngur með nemendum 1., og 10. bekkja, hólfaskipt.
Fimmtudaginn 17. desember verða ekki litlu jól - jólaböll, heldur hefðbundinn dagur í því skipulagi sem unnið hefur verið eftir. Gangasöngur klukkan 9:35 með nemendum 5., 7., og 10. bekkjum , hólfaskipt.
Föstudaginn 18. desember er kertadagur, umsjónarkennarar senda út skipulag vegna hans.
Síðasti dagur á Skólaseli þetta árið er 18. desember.
Bestu kveðjur og ég vona heitt og innilega að þið eigið góða daga á aðventunni.
Sævar Þór Helgason
Grunnskólinn í Hveragerði
Lesa meira