Fréttir

Íþróttadagur miðstigs

Það var mikið fjör í Hamarshöllinni á miðvikudaginn en þá fór fram íþróttadagur miðstigs í skólanum. Þar var fjölbreytt dagskrá í boði og fengu krakkarnir meðal annars að reyna fyrir sér í fimleikum, fótbolta og hjólabraut. Dagurinn tókst í alla staði vel og var virkni og hegðun nemenda til fyrirmyndar.
Lesa meira

Foreldraviðtöl 2. júní

Komið þið sæl. Þriðjudaginn 2. júní er foreldradagur hér í skólanum. Þá koma nemendur til viðtals við umsjónarkennara, ásamt aðstandendum. Við höldum okkur við þann sið, að aðstandendur bóki viðtölin sjálfir í gegnum Mentor....
Lesa meira

Landsmótið í skólaskák

Landsmótið í skólaskák fer fram fimmtudaginn næsta 21. maí sem er uppstigningardagur. Mótið hefst klukkan 11:00 og er opið öllum grunnskólanemendum. Landsmótið þetta árið fer nú fram með allt öðrum hætti en venjulega. Teflt er á chess.com og er mótið opið fyrir alla grunnskólanemendur landsins. Kjördæmamót eru ekki haldin en veitt verða verðlaun fyrir efsta nemenda úr hverju kjördæmi í bæði yngri flokki (1.- 7. bekkur) og eldri flokki (8-10. bekkur).
Lesa meira

Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir eftir kennurum

Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir eftir kennurum. Umsjónarkennsla á yngsta- og miðstigi. Tónmenntakennsla, hlutastarf. Hæfniskröfur: Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari...
Lesa meira

Skólastarf 4.5-3.6.2020

Fyrirkomulag skólahalds eftir tilslakanir á samkomubanni 4. maí vegna COVID-19. Meginforsendur afléttinga samkomubanns eru... Sjá nánar...
Lesa meira

Fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði

Fyrstu skóflustungur að nýrri viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði voru teknar sl. miðvikudag, síðasta vetrardag. Við sama tilefni var undirritaður verksamningur við Reir verk ehf sem átti lægsta tilboð í verkið, ríflega 390 mkr. Bar samkoman merki þeirra sérstöku tíma sem nú ríkja varðandi fjarlægðir og fjölda viðstaddra.
Lesa meira

Tími til að lesa

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti í byrjun apríl af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri...
Lesa meira

Kennsla eftir páska

Komið þið sæl. Ef allt væri eðlilegt þá værum við nú að fagna glæsilegri árshátíð elsta stigs frá því í gærkvöldi, kveðja nemendur okkar, óska þeim góðrar helgar og gleðilegs páskafrís. En við höfum lítið hitt nemendur okkar í raunheimi síðan 13. mars....
Lesa meira

Frá skólastjóra 22.03.20

Komið þið sæl, Í ljósi aðstæðna hefur skólastjóri að höfðu samráði við fræðsluyfirvöld, bæjarstjórn og sóttvarnayfirvöld á Suðurlandi ákveðið að fella niður hefðbundið skólastarf dagana 23.3-3.4.2020....
Lesa meira

Samkomubann og börn

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Lesa meira