Skáknámskeið verður haldið í Fischersetri, Austurvegi 21 Selfossi og hefst það 23. október (núna á laugardaginn). Námskeiðið verður 8 skipti og er kennt á laugardögum frá kl. 11-13.
Kennslan er ætluð börnum á grunnskólaaldri, bæði byrjendum og þeim sem meira kunna. Námskeiðið er haldið í samstarfi Skákfélags Selfoss og nágrennis og Fischerseturs.
Yfirumsjón með kennslunni hefur Oddgeir Á. Ottesen. Oddgeir skipulagði og hafði yfirumsjón með skáknámskeiði fyrir krakka í 2.-4. bekk Grunnskólans í Hveragerði á síðasta skólaári.
Verð námskeiðsins er 4000. Í hléi á milli kennslustunda verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Nánari upplýsingar gefa:
Aldís framkvæmdastjóri Fischerseturs sími: 894-1275