Bekkjartenglar

Hlutverk bekkjartengla er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers árgangs. Umsjónarkennarar kalla eftir tilnefningum meðal foreldra. Ef engir úr foreldrahópnum bjóðast til tenglastarfa þá ræður stafrófsröð nemenda hverjir eru tenglar.

Á haustönn skipuleggja tenglar viðburð, t.d. bekkjarkvöld. Á vorönn er viðburður skipulagður í samráði við umsjónarkennara. Oft er sá viðburður tengdur árshátíðaratriðum í skólanum.

Tenglar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag og aðstoða eftir þörfum við framkvæmd stærri viðburða, t.d. jólaföndur eða öskudagsskemmtun.

Tenglar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.

Upplýsingar um tengla fást hjá ritara skólans.