Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk námsráðgjafa er að vera talsmaður nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra.

Helstu hlutverk námsráðgjafa eru:

 • Ráðgjöf um vinnubrögð í námi.
 • Leiðsögn og fræðsla um skipulagningu tíma og áætlunargerð.
 • Leiðsögn og fræðsla um náms- og próftækni.
 • Leiðsögn og fræðsla um lífsstíl og venjur sem stuðlað geta að aukinni einbeitingu, úthaldi og auknu tilfinningalegu jafnvægi.
 • Að efla færni og þekkingu til að hafa áhrif á framvindu námsferils.
 • Að stuðla að því að nemandi nái settu marki í námi.

Nám að loknum grunnskóla:
Námsráðgjafar byrja í 8. bekk að kynna nemendum námsúrval framhaldsskólanna en þar er úr miklu að velja. Fræðslunni er skipt upp á eftirfarandi hátt:

8. bekkur - Námsbrautir og inntökuskilyrði framhaldsskólanna eru kynnt.

9. bekkur - Námsbrautir og inntökuskilyrði framhaldsskólanna eru kynnt.

10. bekkur - Nemendur í 10. bekk fá ítarlega kynningu á:

 • Námsbrautum framhaldsskólanna.
 • Inntökuskilyrðum.
 • Framhaldsskólakerfinu (áfangakerfi/bekkjakerfi).

Nemendum stendur auk þess til boða að heimsækja nokkra framhaldsskóla. Nemendur geta fengið einstaklingsmiðaða ráðgjöf ef þess er óskað, auk þess að taka áhugasviðskönnun, sem getur hjálpað þeim að taka ákvörðun um náms- eða starfsval. Tímapantanir fara fram á skrifstofu skólans.

Fræðsla og ráðgjöf í námstækni felst m.a. í að:

 • Aðstoða nemendur við að greina námsaðferðir, námsvenjur, lífsvenjur eða námsstíl.
 • Kynna árangursríkar námsvenjur og námsaðferðir.
 • Aðstoða nemendur við að prófa sig áfram og tileinka sér aðferðir, venjur eða stíl sem reynist þeim vel þ. e. að virkja nemandann. Hjá námsráðgjöfum er að finna ýmsa bæklinga og upplýsingar um framhaldsskóla. Á
  vefslóðinni www.idan.is má einnig finna upplýsingar um nám og störf.

Stuðningur

Námsráðgjafi veitir nemendum stuðning vegna persónulegra, félagslegra og hegðunarlegra erfiðleika. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður þar sem nemandanum er hjálpað að leita lausna. Námsráðgjafinn vísar á önnur úrræði sé þess þörf. Sá stuðningur sem námsráðgjafinn veitir hefur það að markmiði að aðstoða nemandann þannig að hann geti náð hámarks árangri í námi sínu. Námsráðgjafi er bundinn trúnaði um einkamál nemenda. Dæmi um vandamál sem hægt er að leita aðstoðar við eru: Námsleiði, mætingar, vandamál í samskiptum við bekkjafélaga, kennara, vini eða fjölskyldu, stríðni, einelti, sorg, þunglyndi, kvíði, feimni og vímuefni.

Námsráðgjafar skólans eru Guðríður Aadnegard og Kolbrún Vilhjálmsdóttir. Hægt er að panta tíma hjá ritara skólans í síma 483-4350.