Sérkennsla og stuðningur

Sérkennslu er ýmist sinnt innan eða utan bekkjar og er stuðningur við nemendur eða nemendahóp. Ávallt skal vinna einstaklingsáætlun í samvinnu við foreldra ef nám nemenda víkur verulega frá námsáætlun árgangsins og meta árangur reglulega.  

Á yngsta stigi er lögð mest áhersla á málörvun, lestur og  grunnþætti stærðfræðinnar.  Á miðstigi og  elsta stigi er sérkennslan aðallega í stærðfræði og  íslensku (lestri og lesskilningi).

Alltaf er tekið tillit til samsetningar nemendahópsins, bekkjarstærðar og annars þegar stuðningur og  sérkennsla er ákvörðuð.

Nemendur fara ýmist út úr bekk í litlum hópi, fá aðstoð inn í bekk eða einstaklingslega.

Þá fá erlendir nemendur, með íslensku sem annað tungumál, viðbótarkennslu í íslensku hjá nýbúakennara og annan stuðning eftir þörfum.

Þá eru stuðningsfulltrúar kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum, sem þurfa sérstaka aðstoð. Stuðningsfulltrúar vinna undir verkstjón kennara. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega og námslega og í daglegum athöfnum. Starfsvettvangur stuðningsfulltrúa snýr jafnframt að gæslu í frímínútum og víðar.