Kynning frá Blaksambandi Íslands

Það var mikil gleði sem ríkti í Hamarshöllinni síðastliðinn miðvikudag þegar nemendur 4.-6. bekkja fengu kynningu frá Blaksambandi Íslands í Hamarshöllinni. Þeir nemendur sem höfðu áhuga tóku þátt og stóðu sig mjög vel.
 
Virkilega vel að þessu staðið hjá Blaksambandinu og ekki skemmdi fyrir að þarna voru meðal annars á ferðinni Hvergerðingar sem nemendur könnuðust við.