Við ráðningu fær nýtt starfsfólk upplýsingar um skólastarfið, því sýnt skólahúsnæðið og kynnt fyrir öðru starfsfólki. Það fær upplýsingar um trúnaðarskyldur sínar og fær jafnframt aðgang að starfsmannahandbók, en til stendur að gefa út nýja slíka á þessu skólaári. Nýtt starfsfólk er boðað sérstaklega á upplýsingafund á undirbúningsdögum að hausti og fær um leið tengingu við leiðsagnarkennara skólans.
Leiðsagnarkennari hefur m.a. umsjón með móttöku og þjálfun nema/nýliða. Með nýliðum er átt við alla þá sem starfað hafa skemur en fimm ár við kennslu, án tillits til menntunar. Undir nýliða flokkast líka allir þeir kennarar sem skipt hafa um vettvang innan skólans eða fært sig á milli skóla. Kynna þarf t.d. skólamenningu fyrir nýliða viðkomandi skóla á þann hátt að allir innan skólans séu meðvitaðir um hlutverk hvers og eins.
Það er hluti af auðlind hvers skóla að hafa í sinni þjónustu starfsfólk sem gerir skólann að því sem hann er. Það er forráðamönnum skólans ljóst að til þess að sem best takist að koma sýn skólans - visku, virðingu og vináttu - í framkvæmd og stuðla að framsæknu og öflugu skólastarfi þarf hann að hafa í þjónustu sinni vel menntað og hæft starfsfólk.
Til að svo megi verða er stefnt að eftirfarandi: