Umhverfisstefna - Grænfáni

Í Grunnskólanum í Hveragerði er umhverfisnefnd sem skipuð er bæði starfsfólki og nemendum og vinnur að því að halda umhverfisvitund innan skólans á lofti. Skólinn okkar státar af einstaklega fallegum náttúruperlum allt um kring sem gaman er að nýta með fjölbreyttum hætti. Til dæmis fara allir árgangar reglulega í útikennslu og fræðast þannig með beinum hætti að bera virðingu fyrir náttúrunni og sínu nærumhverfi. Þá er skipulögð ruslahreinsun og flokkun fastur liður í því að halda umhverfisvitund innan skólans á lofti.

Markmið:

  • Að stuðla að umhverfisvænum starfsháttum og lífsvenjum, með áherslu á að halda mengun og verðmætasóun í lágmarki.
  • Að stuðla að aukinni vitund nemenda og starfsfólks um umhverfismál.
  • Að nemendur og starfsfólk læri að lifa í sátt við umhverfi sitt.
  • Að efla færni nemenda og starfsfólks til að takast á við umhverfismál á jákvæðan hátt, náttúrunni og samfélaginu til heilla.
  • Að gera nemendum og starfsfólki ljóst að það er hagkvæmt fyrir samfélagið að draga úr mengun, verðmætasóun og orkunotkun.
  • Að vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum.
  • Að umhverfisfræðsla verði hluti af námi allra bekkja skólans, með samþættingu námsgreina.
  • Að hvetja til útivistar og hreyfingar.
  • Að nemendur séu meðvitaðir um hvernig hægt er að bæta líf sitt og komandi kynslóða með því að umgangast umhverfi sitt og náttúru af tillitssemi og umhyggju.
  • Að umhverfisvernd verði samvinna heimila og skóla.

 

GRÆNFÁNINN

Á haustmánuðum 2023 fékk grunnskólinn í Hveragerði afhentan sjötta Grænfánann.

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum og er viðurkenning Landverndar til þeirra skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun á einhvern hátt.

Markmið Grænfánans:

-  Efla menntun til sjálfbærni og styðja skólana við að framfylgja tilmælum heimsmarkmiða og aðalnámskrár þar um.

-  Veita nemendum menntun, hæfni og getu til aðgerða til að takast á við málefni sjálfbærrar þróunar.

-  Skólinn gefi nemendum tækifæri til þess að vera virkir í umhverfis- og sjálfbærnimálum, vinna með eigin hugmyndir og hafa áhrif á samfélag      sitt. 

-  Efla nemendalýðræði, gagnrýna hugsun, hnattræna vitund, sköpun og samfélagskennd.

-  Minnka vistspor skólans, nemenda og starfsfólks með viðeigandi aðgerðum.