Viðbrögð við óveðri

Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með fréttum af veðri sem gæti haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni.

Gul viðvörun / Appelsínugul viðvörun
Forsjáraðilar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í/úr skóla/frístund. Mikilvægt er að fylgjast með tilkynningum frá ritara skólans vegna skólaaksturs fyrir þá sem búa í Ölfusi.
Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla/frístund vegna veðurs þá skulu þeir tilkynna skóla/frístund um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Rauð viðvörun
Þegar rauð viðvörun er í gildi er öllu skóla- og frístundastarfi aflýst. Ritari skólans tilkynnir slíkt í tölvupósti.
Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema tilkynnt sé um það sérstaklega. Í upphafi skóladags getur tafist að fullmanna skóla og mega forsjáráðilar þá búast við því að starfsfólk leiti liðsinnis þeirra. Forsjáraðilar eru hvattir til að taka slíkum óskum vel.

Forsjáraðilar leggja ávallt mat á það hvort fylgja þurfi barni í eða úr skóla vegna veðurs, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti forsjáraðilar aðstæður svo að ekki sé óhætt að fyrir börn þeirra að sækja skóla skulu þeir tilkynna skólanum um að það sem lítur þá á tilvikið sem eðlilega fjarvist, skráð leyfi. Sama gildir ef börn eða forsjáraðilar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

 

Sjá nánari leiðbeiningar fyrir foreldra og forráðamenn um röskun á skóla- og frístundastarfi hér