Fréttir

Skólahald 7.4-15.4 - Reglugerð heilbrigðisráðherra

Komið þið sæl, Starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði er skipulögð í kringum reglugerð heilbrigðisráðherra 321/2021 sem gildir 25. mars 2021 og gildir til og með 15. apríl 2021. Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.
Lesa meira

Skólahald fellur niður fram að páskafríi

Komið þið sæl. Hertar sóttvarnaðgerðir taka gildi á miðnætti. Skólinn verður lokaður nemendum þar til páskafrí tekur við. Af þessu leiðir að árshátíð elsta stigs er frestað eins er lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar frestað.Starfsdagur er í skólanum þriðjudaginn 6. apríl næstkomandi. Fylgist með tölvupóstum og tilkynningum. Bestu kveðjur, stjórnendur.
Lesa meira

Á þitt barn rétt á 45.000 króna frístundastyrk?

Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur um AUKA íþrótta- og tómstundastyrki ríkisstjórnarinnar til barna á tekjulágum heimilum rennur út þann 15. apríl 2021. Styrkurinn nemur kr. 45.000,- og gildir...
Lesa meira

Árshátíð elsta stigs

Komið þið sæl. Á fimmtudaginn verður árshátíð elsta stigs haldin hátíðleg. Dagskráin stendur frá kl. 19.30 til 23:00. Æskilegt er að búið sé að greiða fyrir árshátíðina fyrir lok þriðjudags. Ritari tekur við greiðslu á skrifstofu skólans...
Lesa meira

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Miðvikudaginn 17. mars síðastliðinn fór fram undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina hér í skólanum. Eins og venjulega voru það nemendur 7. bekkja sem tóku þátt og stóðu sig svo sannarlega með stakri prýði. Frábær upplestur og greinilegt að íslenskukennararnir í 7. bekk, þær Anna Dóra, Íris og Magga Ísaks voru búnar að undirbúa krakkana vel.
Lesa meira

Enska smásagnakeppnin

Miðvikudaginn 10. mars s.l. voru verðlaun veitt í ensku smásagnakeppninni 2020 sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) heldur árlega. Keppnin hefst á hverju ári á evrópska tungumáladeginum þann 26. september og fer þannig fram að nemendur skrifa smásögur á ensku útfrá ákveðnu þemu sem að þessu var A Time for….
Lesa meira

Skákkennsla

Skákfélag Selfoss og nágrennis sinnir skákkennslu í Grunnskólanum í Hveragerði. Skákkennarar eru Arnar Gunnarsson, alþjóðlegur meistari, og Oddgeir Ágúst Ottesen. Skákkennarar koma tvisvar í viku og kenna skref-fyrir-skref aðferðina í 2., 3. og 4. bekkjum. Þessi aðferð var hönnuð í Hollandi 1987, sérstaklega til að kenna krökkum skák. Kennslan tekur mið af kunnáttu hvers og eins...
Lesa meira

Umhverfishreinsun í 7. bekk

Líkt og verið hefur í allan vetur, fór 7. bekkur í umhverfishreinsun á miðvikudagsmorgun. Við ákváðum að fara með alla á þjóðveginn og taka rusl beggja vegna. Þegar hóparnir voru að legga af stað frá N1, komu forsetahjónin keyrandi að og höfðu áhuga á að vita hvað við værum að gera...
Lesa meira

Enska smásagnakeppnin

Í tilefni evrópska tungumáladagsins þann 26. september stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Við tókum þátt í henni í þremur flokkum og undir venjulegum kringumstæðum kynnum við úrslitin og afhendum glæsileg bókaverðlaun fyrir 3 sögur sem okkur finnst skara framúr í hverjum flokki fyrir sig fyrir áramót. En vegna áhrifa af Covid19 tókst það að þessu sinni ekki fyrr en á öskudag.
Lesa meira

Í vikulokin

Á föstudögum er gefið út fréttabréf starfsmanna þar sem farið er yfir vikuna sem er að líða og vikuna sem framundan er ásamt ýmsum fróðleiksmolum. Í dag var hundrað og ellefti nemendadagur þessa skólaárs og sólin hækkar á lofti. Það er bjartara framundan í orðsins fyllstu merkingu...
Lesa meira