Morgunmatur - Aldrei verður hamrað nógu oft á mikilvægi þess að borða hollan og góðan morgunverð. Boðið er upp á ókeypis hafragraut á morgnana frá kl. 07:50-08:15.
Ávaxtaáskrift - Forráðamenn geta skráð börnin sín í ávaxtaáskrift. Áskriftin kostar kr. 400,- á viku.
Mjólkuráskrift - Forráðamenn geta skráð börnin sín í mjólkuráskrift. Áskriftin kostar kr. 2.500,- fyrir önnina.
Hádegismatur er gjaldfrjáls!
SKRÁNING FER FRAM Í ÍBÚAGÁTT HVERAGERÐISBÆJAR - SMELLTU HÉR
Örbylgjuofnar og grill í matsal eru einungis hugsuð fyrir krakkana á elsta stigi í nestistíma.
Aðrir nemendur hafa aðgang að þessum tækjum í hádegi ef þau eru ekki í mat.