Fréttir

Styrkur veittur til Dropans

Síðastliðin ár hafa nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði haldið góðgerðarþema, þemað féll niður árið 2020 vegna heimsfaraldurs Covid. Góðgerðadagurinn er lokadagur árlegs þema. Tilgangur góðgerðaþemans er að efla samkennd nemenda og láta um leið gott af sér leiða. Þrír dagar fara í vinnu þar sem ýmis varningur oft tengdur jólahátíðinni er útbúinn og fjórði dagurinn Góðgerðardagurinn hefur verið með þeim hætti að skólinn breytist í risastórt markaðstorg þar sem varningurinn er til sölu. Góðgerðardagurinn var haldinn föstudaginn 3. desember síðastliðinn. Dagurinn var ekki með hefðbundnu sniði þetta árið heldur var opnuð vefverslun þar sem fólk keypti varninginn.
Lesa meira

Góðgerðaþema í GÍH

Föstudagurinn 3. desember 2021 er góðgerðadagur í Grunnskólanum í Hveragerði. Góðgerðadagurinn er lokadagur árlegs góðgerðarþema sem nemendur og starfsfólk skólans hafa staðið fyrir frá því í nóvember 2015. Tilgangur góðgerðaþemans er að efla samkennd nemenda og láta um leið gott af okkur leiða.
Lesa meira

Tré gróðursett til heiðurs Guðríði

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 18. nóvember:
Lesa meira

Enska smásagnakeppnin

Á hverju ári í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Líkt og undanfarin ár tekur Grunnskólinn í Hveragerði þátt í henni en smásagan átti að þessu sinni að tengjast þemanu „Dear World“.
Lesa meira

Hvatningarverðlaun í baráttunni gegn einelti

Guðríður Aadnegard, náms­ráðgjafi og um­sjón­ar­kenn­ari við Grunn­skól­ann í Hvera­gerði, hlaut hvatn­ing­ar­verðlaun dags gegn einelti í dag. For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra af­hentu henni verðlaun­in við hátíðlega at­höfn í Rima­skóla...
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Í dag, mánudag 8. nóvember, er baráttudagur gegn einelti. Í Grunnskólanum í Hveragerði er hefð fyrir því að vinabekkir skólans (1. og 10. bekkur saman o.s.frv.) undirbúi daginn vel og vinni saman að jákvæðum og hugljúfum kveðjum sem...
Lesa meira

Skáknámskeið

Skáknámskeið verður haldið í Fischersetri, Austurvegi 21 Selfossi og hefst það 23. október (núna á laugardaginn). Námskeiðið verður 8 skipti og er kennt á laugardögum frá kl. 11-13.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags GÍH

Boðað er til aðalfundar Foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði mánudaginn 25. október klukkan 18...
Lesa meira

Kynning frá Blaksambandi Íslands

Það var mikil gleði sem ríkti í Hamarshöllinni síðastliðinn miðvikudag þegar nemendur 4.-6. bekkja fengu kynningu frá Blaksambandi Íslands í Hamarshöllinni. Þeir nemendur sem höfðu áhuga tóku þátt og stóðu sig mjög vel.
Lesa meira