Námsmat og bekkjanámskrár

Í Grunnskólanum í Hveragerði er viðhaft símat í öllum árgöngum. Nemendur í 1.-7. bekk fá vitnisburð í Mentor þar sem notast er við fimm hæfnitákn:

Nemendur í 8.-10. bekk fá einkunn í bókstöfum í Mentor þar sem notast er við eftirfarandi bókstafi:

Matsviðmið í B eru byggð á hæfniviðmiðum í aðalnámskrá og framsetning þeirra er með þeim hætti, að gera má ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem þar er tilgreind.

A fá einungis þeir sem sýna framúrskarandi hæfni og C fá þeir sem ekki standast fyllilega þær kröfur sem gerðar eru í B viðmiðum.

Ekki eru sett viðmið fyrir D, því sá vitnisburður er notaður þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C viðmiðum. Skóli gerir þá sérstaka grein fyrir hæfni viðkomandi nemanda.

B+ og C+ getur nýst þegar nemendur hafa náð að hluta þeim viðmiðum sem lýst er í aðalnámskránni. Matsviðmið fyrir þessa viðbót eru ekki til, heldur gildir það að sá sem hefur náð meginþorra B matsviðmiða og náð einstökum þáttum í A getur fengið B+ og sá sem hefur náð meginþorra C matsviðmiða og einstökum þáttum í B getur fengið C+.

Í umsagnarreit á vitnisburðarblaði kemur fram ef um frávik er að ræða. Námsgrein er einnig merkt með stjörnu ef nemandi víkur frá námsmarkmiðum árgangsins. Stjörnumerktur vitnisburður merkir að nemandi á erfitt með að tileinka sér námsmarkmið árgangsins og er þar af leiðandi í aðlöguðu námsefni.

Nemendur í 10. bekk fá jafnframt rafrænt vitnisburðarskírteini að vori sem öllum grunnskólum er skylt að nota við útskrift.

Í bekkjanámskrám kemur m.a. fram hvaða námsgögn eru notuð og hvaða kennsluhættir. Greint er frá námsflokkum, matsviðmiðum og hæfniviðmiðum sem byggja á Aðalnámskrá grunnskóla. Þar koma einnig fram nánari upplýsingar um námsmat en samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla á megintilgangur námsmats að vera sá að leiðbeina nemendum um stöðu sína, hæfni og þekkingu með tilliti til námsmarkmiða hverju sinni.

Á mynd hér fyrir neðan má sjá dæmi um bekkjanámskrá í íslensku í 2. bekk: