Lestrarstefna
Lestrarkennsla nemenda við Grunnskólann í Hveragerði er samvinnuverkefni heimilis og skóla.
Í Grunnskólanum í Hveragerði er notuð hljóðaaðferð í lestrarkennslu. Hljóðaaðferð byggist á því að kenna bæði heiti og hljóð allra bókstafanna. Lögð er áhersla á að kenna hljóð stafanna til að þeir séu auðveldari í tengingu þ.e. tengja saman tvö eða fleiri hljóð sem mynda svo orðið eða orðin. Ef barnið hefur hljóðin á valdi sínu auðveldar það líka að rita orðin rétt. Heildaraðferð (heildarlestur) hentar vel þeim nemendum sem gengur illa að festa í minni táknin þ.e. heiti og hljóð bókstafanna. Það hentar því vel að nota þessa aðferð í sérkennslu þegar nemandinn nær ekki að nýta sér hljóðaaðferðina til að ná tökum á lestrinum.
SJÁ LESTRARSTEFNU SKÓLANS HÉR
Sjá lesfimiviðmið Menntamálastofnunar hér
Málstefna
Íslenska er okkar mál. Í Grunnskólanum í Hveragerði er lögð rækt við íslenskt mál. Málfar í skólanum á að vera til fyrirmyndar og allt sem frá skólanum kemur á vandaðri íslensku. Vandað mál er markvisst og felst í viðeigandi orðavali, réttum beygingum og eðlilegri orðskipan. Í framburði málsins er gætt að skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls.
Starfsmenn skólans nota íslensku í störfum sínum. Fundargerðir, minnisblöð og bréfaskipti eru á íslensku nema sérstök rök séu fyrir notkun annarra mála.
Starfsmenn Grunnskólans í Hveragerði hafa aðgang að öllum helstu handbókum um íslenskt mál, svo sem íslenska orðabók, stafsetningarorðabók og samheitaorðabók.