Fréttir

Öskudagur

Öskudagur var tekinn með trompi hér á bæ. Eftir gangasöng og nesti hófst fjörið í íþróttahúsinu sem heppnaðist mjög vel. Ingó veðurguð kom í heimsókn og söng fyrir hópinn, okkar eigin Rakel Magnúsdóttir stýrði dagskránni með glæsibrag og nemendur í 10. bekk hjálpuðu til og sinntu m.a. andlitsmálun fyrir yngri börnin. Bestu þakkir allir sem komu að skipulaginu. Þetta var frábært.
Lesa meira

Þriðja nemendaþing skólaársins

Á miðvikudag var haldið þriðja nemendaþing skólaársins sem gekk afar vel. Í þetta sinn voru það nemendur í 3. og 5. bekkjum sem tóku til máls um ýmis málefni. Nemendur voru t.d. spurðir hvað væri best við skólann, hvað þyrfti að laga, hvað vanti á skólalóðina, hvenær skólinn eigi að byrja á morgnana o.fl.
Lesa meira

Krikket og söngstund

Í vikunni fengu nemendur í 6. og 7. bekkjum heimsókn frá landsliðinu í krikket. Nemendur hittu liðið í Hamarshöll og fengu að prófa íþróttina við góðar undirtektir. Þá var söngstund á yngsta stigi en hefð er fyrir því að hver árgangur stígi á svið einu sinni á önn og syngi nokkur lög fyrir aðra nemendur stigsins. Ljúf og skemmtileg stund á yngsta stigi.
Lesa meira

Viðhorfskönnun - Foreldrar

Um þessar mundir fer fram foreldrakönnun Skólapúlsins fyrir grunnskóla, sem er liður í umbótaáætlun Grunnskólans í Hveragerði. Til viðbótar er óskað eftir því að foreldrar/forráðamenn taki þátt í stuttri viðhorfskönnun, sem einnig er liður í umbótaáætlun skólans.
Lesa meira

Skólahald fellur niður 14.02.20

Skólahald fellur niður á morgun í Grunnskólanum í Hveragerði, 14.02.20 þar sem gefin hefur verið út rauð veðurviðvörun og tilmæli frá Ríkislögreglustjóra og Almannavörnum.
Lesa meira

Dagur stærðfræðinnar

Í dag var dagur stærðfræðinnar en hann er fyrsta föstudag í febrúar ár hvert. Markmið með degi stærðfræðinnar er að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu og eins að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi.
Lesa meira

100 daga hátíð

Í dag var 100 daga hátíð í skólanum enda hundraðasti skóladagur þessa skólaárs. Af því tilefni var ýmislegt brallað með töluna 100. Smelltu á fréttina til að vita meira :)
Lesa meira

Skólasókn og ástundun

Grunnskólinn í Hveragerði hefur gefið út nýjar reglur um skólasókn og ástundun nemenda sem taka gildi á föstudag nk., við upphaf vorannar.
Lesa meira

Nýtt merki skólans

Grunnskólinn í Hveragerði hefur tekið upp nýtt merki og sem fyrr er það byggt á einkunnarorðum skólans en þau eru Viska – Virðing – Vinátta.
Lesa meira

Skáknámskeið í Fischersetri

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30.
Lesa meira