Fréttir

Nýtt símanúmer skólans

Grunnskólinn í Hveragerði hefur fengið nýtt símanúmer. Nýja símanúmerið er 483-0800.
Lesa meira

Árgangagöngur og myndataka

Komið þið sæl. Árgangagöngur verða á morgun, fimmtudag. Jafnframt eru 1., 4. og 7. bekkir í myndatöku...
Lesa meira

Tilkynning um upphaf skólastarfs

Tilkynning um upphaf skólastarfs. Nemendur skólans mæti á skólasetningu mánudaginn 24. ágúst sem hér segir:...
Lesa meira

Auglýst eftir starfsfólki á skólasel

Skólaselið í Bungubrekku óskar eftir starfsfólki í hlutastarf. Vinnutími mun vera frá kl. 12:30 til 16:00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2020. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að vinna með börnum, vera jákvæður, hafa góða færni í mannlegum samskiptum og gott vald á íslensku...
Lesa meira

Starfsmenn kvaddir

Á síðasta starfsdegi kennara þetta skólaár voru fáeinir starfsmenn kvaddir sem eru að ljúka störfum við skólann. Þeir sem kvaddir voru eru eftirtaldir, í stafrófsröð: Berglind Kristinsdóttir, Dagný Halla Björnsdóttir, Erika Mjöll Jónsdóttir, Erna Valdimarsdóttir, Fanný Björk Ástráðsdóttir, Geir Elías Úlfur Helgason, Gunnar Sigurðsson, Halldóra Margrét Svavarsdóttir, Hrafnhildur Björk Guðgeirsdóttir, Inga Lóa Hannesdóttir og Þórarinn Friðriksson.
Lesa meira

Skólaslit 3. júní

Í dag eru foreldraviðtölin í fullum gangi og á morgun, miðvikudag 3. júní verða skólaslit. Að þessu sinni verða skólaslitin án foreldra hér í skólanum og nemendur í 1. - 9. bekk eiga að mæta í skólann til umsjónarkennara frá kl. 9 til 11. Inn í því er stutt dagskrá á sal með skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.10. bekkur útskrifast kl. 18 í Hveragerðiskirkju. Loks óska starfsmenn Grunnskólans í Hveragerði ykkur gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn :)
Lesa meira

Fjölgreindaleikarnir

Á fimmtudag sl. fóru hinir árlegu fjölgreindaleikar fram. Nemendum var skipt í hópa og fóru á milli vinnustöðva þar sem þeirra biðu fjölbreytileg verkefni. Verkefnin reyndu á mismunandi hæfileika og samvinnu nemenda. Það kenndi ýmissa grasa á vinnustöðvunum og nemendur spreyttu sig á allskonar þrautum.
Lesa meira

Íþróttadagur miðstigs

Það var mikið fjör í Hamarshöllinni á miðvikudaginn en þá fór fram íþróttadagur miðstigs í skólanum. Þar var fjölbreytt dagskrá í boði og fengu krakkarnir meðal annars að reyna fyrir sér í fimleikum, fótbolta og hjólabraut. Dagurinn tókst í alla staði vel og var virkni og hegðun nemenda til fyrirmyndar.
Lesa meira

Foreldraviðtöl 2. júní

Komið þið sæl. Þriðjudaginn 2. júní er foreldradagur hér í skólanum. Þá koma nemendur til viðtals við umsjónarkennara, ásamt aðstandendum. Við höldum okkur við þann sið, að aðstandendur bóki viðtölin sjálfir í gegnum Mentor....
Lesa meira

Landsmótið í skólaskák

Landsmótið í skólaskák fer fram fimmtudaginn næsta 21. maí sem er uppstigningardagur. Mótið hefst klukkan 11:00 og er opið öllum grunnskólanemendum. Landsmótið þetta árið fer nú fram með allt öðrum hætti en venjulega. Teflt er á chess.com og er mótið opið fyrir alla grunnskólanemendur landsins. Kjördæmamót eru ekki haldin en veitt verða verðlaun fyrir efsta nemenda úr hverju kjördæmi í bæði yngri flokki (1.- 7. bekkur) og eldri flokki (8-10. bekkur).
Lesa meira