Foreldraviðtöl

Komið þið sæl.

Mánudaginn 27. september er foreldradagur hér í skólanum. Þá koma nemendur til viðtals við umsjónarkennara, ásamt aðstandendum.

Við höldum okkur við þann sið, að aðstandendur bóki viðtölin sjálfir í gegnum Mentor.

Leiðbeiningar um bókun foreldraviðtala eru í þessu stutta myndbandi frá Mentor: https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

ATH: Hægt er að bóka viðtöl fram að miðnætti á sunnudag, en við biðjum ykkur vinsamlegast að bóka sem fyrst. Það hjálpar okkur við skipulagningu.

Ef einhverjir kjósa frekar að fá viðtal í gegnum fjarfundabúnað er sjálfsagt að verða við því. Þeir sem það vilja þurfa eftir sem áður að panta tíma, en að auki að senda línu á annaðhvort ritara eða umsjónarkennara og láta vita að óskað sé eftir fjarfundi. ATH. Tekið skal fram að þótt um fjarfund sé að ræða eiga nemendur að vera með í viðtalinu.

Ef eitthvað er óljóst biðjum við ykkur að hafa samband við umsjónarkennara, eða skrifstofu skólans.

Þá er athygli vakin á því að á föstudag 24. september er haustþing kennara. Enginn skóli þann dag.