Nemendaverndarráð

Í Grunnskólanum í Hveragerði er starfrækt nemendaverndarráð í samræmi við grunnskólalög og reglur um nemendaverndarráð. Í því sitja; Aðstoðarskólastjóri sem er formaður nemendaverndarráðs, sálfræðingur, fulltrúi félagsþjónustu, skóla­hjúkrunarfræðingur og námsráðgjafar. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna barna í skólanum og vinna ýmis mál sem snerta þau. Kennarar vísa málum til ráðsins og hafa þeir tilkynningaskyldu gagnvart ráðinu ef þeir hafa grun um að velferð nemenda sé í húfi á einhvern hátt.

Ráðið fundar á þriggja vikna fresti á starfstíma skólans.