Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Markmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana, til þess að börn fái rétta þjónustu á réttum tíma – og þannig þurfi færri börn umfangsmeiri þjónustu síðar á lífsleiðinni.
Öll börn og foreldrar þeirra hafa aðgang að tengilið farsældar.
Tengiliður barns er fagaðili í nærumhverfi þess sem hefur yfirsýn yfir þá þjónustu sem er í boði og getur svarað spurningum eða bent á leiðir varðandi þjónustu við barnið.
Foreldrar og börn á grunnskólaaldri í Hveragerði hafa aðgang að tengiliðum í grunnskóla sveitarfélagsins.
Tengiliðir í Grunnskólanum í Hveragerði eru:
Matthea Sigurðardóttir | Aðstoðarskólastjóri | matthea@hveragerdi.is
Ólafur Hilmarsson | Deildarstjóri yngsta stigs | oh@hvg.is
Kolbrún Vilhjálmsdóttir | Deildarstjóri miðstigs | kolbrun@hvg.is
Sigmar Karlsson | Deildarstjóri elsta stigs | sigmar@hvg.is
Tengiliður hefur hagsmuni barns að leiðarljósi í samstarfi og samráði við foreldra og barn. Hlutverk tengiliðar er að:
· Veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
· Aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
· Skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
· Koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns.
· Taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.