Fréttir

Hjálmagjöf fyrir nemendur í 1. bekk

Í dag fengu nemendur í 1. bekk heimsókn við mjólkurbúið frá fáeinum félagsmönnum Kiwaninshreyfingarinnar en Kiwanis, í samstarfi við Eimskip, gefur öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla reiðhjólahjálma að vori...
Lesa meira

Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir eftir kennurum

Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir eftir kennurum. Umsjónarkennsla á yngsta- og miðstigi. Tónmenntakennsla hlutastarf, þekking á Suzuki kennsluaðferðum kostur. Hæfniskröfur: Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Góð hæfni í mannlegum samskiptum. Faglegur metnaður og skipulagshæfni. Reynsla og áhugi á að vinna með börnum og unglingum...
Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin

Síðustu mánuði hafa nemendur í 4. bekkjum unnið ötullega að framsögn og tjáningu vegna Litlu upplestrarkeppninnar sem hefst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Keppnin er svo haldin í apríl og byggir á sömu hugmyndafræði og stóra upplestrarkeppnin (í 7. bekkjum) þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu.
Lesa meira

Lestrarátaki í 3. bekk lokið

Í 3. bekk er orðin hefð fyrir því að brjóta upp lestrarkennsluna með skipulögðu lestrarátaki. Meginmarkmið lestrarátaksins er að þjálfa upplestur, efla lesskilning og lestrarleikni og auka lestrarlöngun...
Lesa meira

Rafhlaupahjól

Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist að undanförnu hér á landi og hefur Samgöngustofa tekið saman upplýsingar um notkun þeirra og öryggi á...
Lesa meira

Blár apríl

Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í áttunda sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu föstudaginn 9. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samstöðu. Við mælum með mismunandi bláum litum til að endurspegla það fjölbreytta litróf sem einhverfir lifa á...
Lesa meira

Skólahald 7.4-15.4 - Reglugerð heilbrigðisráðherra

Komið þið sæl, Starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði er skipulögð í kringum reglugerð heilbrigðisráðherra 321/2021 sem gildir 25. mars 2021 og gildir til og með 15. apríl 2021. Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.
Lesa meira

Skólahald fellur niður fram að páskafríi

Komið þið sæl. Hertar sóttvarnaðgerðir taka gildi á miðnætti. Skólinn verður lokaður nemendum þar til páskafrí tekur við. Af þessu leiðir að árshátíð elsta stigs er frestað eins er lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar frestað.Starfsdagur er í skólanum þriðjudaginn 6. apríl næstkomandi. Fylgist með tölvupóstum og tilkynningum. Bestu kveðjur, stjórnendur.
Lesa meira

Á þitt barn rétt á 45.000 króna frístundastyrk?

Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur um AUKA íþrótta- og tómstundastyrki ríkisstjórnarinnar til barna á tekjulágum heimilum rennur út þann 15. apríl 2021. Styrkurinn nemur kr. 45.000,- og gildir...
Lesa meira

Árshátíð elsta stigs

Komið þið sæl. Á fimmtudaginn verður árshátíð elsta stigs haldin hátíðleg. Dagskráin stendur frá kl. 19.30 til 23:00. Æskilegt er að búið sé að greiða fyrir árshátíðina fyrir lok þriðjudags. Ritari tekur við greiðslu á skrifstofu skólans...
Lesa meira