Fréttir

Blár apríl

Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í áttunda sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu föstudaginn 9. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samstöðu. Við mælum með mismunandi bláum litum til að endurspegla það fjölbreytta litróf sem einhverfir lifa á...
Lesa meira

Skólahald 7.4-15.4 - Reglugerð heilbrigðisráðherra

Komið þið sæl, Starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði er skipulögð í kringum reglugerð heilbrigðisráðherra 321/2021 sem gildir 25. mars 2021 og gildir til og með 15. apríl 2021. Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.
Lesa meira

Skólahald fellur niður fram að páskafríi

Komið þið sæl. Hertar sóttvarnaðgerðir taka gildi á miðnætti. Skólinn verður lokaður nemendum þar til páskafrí tekur við. Af þessu leiðir að árshátíð elsta stigs er frestað eins er lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar frestað.Starfsdagur er í skólanum þriðjudaginn 6. apríl næstkomandi. Fylgist með tölvupóstum og tilkynningum. Bestu kveðjur, stjórnendur.
Lesa meira

Á þitt barn rétt á 45.000 króna frístundastyrk?

Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur um AUKA íþrótta- og tómstundastyrki ríkisstjórnarinnar til barna á tekjulágum heimilum rennur út þann 15. apríl 2021. Styrkurinn nemur kr. 45.000,- og gildir...
Lesa meira

Árshátíð elsta stigs

Komið þið sæl. Á fimmtudaginn verður árshátíð elsta stigs haldin hátíðleg. Dagskráin stendur frá kl. 19.30 til 23:00. Æskilegt er að búið sé að greiða fyrir árshátíðina fyrir lok þriðjudags. Ritari tekur við greiðslu á skrifstofu skólans...
Lesa meira

Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Miðvikudaginn 17. mars síðastliðinn fór fram undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina hér í skólanum. Eins og venjulega voru það nemendur 7. bekkja sem tóku þátt og stóðu sig svo sannarlega með stakri prýði. Frábær upplestur og greinilegt að íslenskukennararnir í 7. bekk, þær Anna Dóra, Íris og Magga Ísaks voru búnar að undirbúa krakkana vel.
Lesa meira

Enska smásagnakeppnin

Miðvikudaginn 10. mars s.l. voru verðlaun veitt í ensku smásagnakeppninni 2020 sem félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) heldur árlega. Keppnin hefst á hverju ári á evrópska tungumáladeginum þann 26. september og fer þannig fram að nemendur skrifa smásögur á ensku útfrá ákveðnu þemu sem að þessu var A Time for….
Lesa meira

Skákkennsla

Skákfélag Selfoss og nágrennis sinnir skákkennslu í Grunnskólanum í Hveragerði. Skákkennarar eru Arnar Gunnarsson, alþjóðlegur meistari, og Oddgeir Ágúst Ottesen. Skákkennarar koma tvisvar í viku og kenna skref-fyrir-skref aðferðina í 2., 3. og 4. bekkjum. Þessi aðferð var hönnuð í Hollandi 1987, sérstaklega til að kenna krökkum skák. Kennslan tekur mið af kunnáttu hvers og eins...
Lesa meira

Umhverfishreinsun í 7. bekk

Líkt og verið hefur í allan vetur, fór 7. bekkur í umhverfishreinsun á miðvikudagsmorgun. Við ákváðum að fara með alla á þjóðveginn og taka rusl beggja vegna. Þegar hóparnir voru að legga af stað frá N1, komu forsetahjónin keyrandi að og höfðu áhuga á að vita hvað við værum að gera...
Lesa meira

Enska smásagnakeppnin

Í tilefni evrópska tungumáladagsins þann 26. september stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Við tókum þátt í henni í þremur flokkum og undir venjulegum kringumstæðum kynnum við úrslitin og afhendum glæsileg bókaverðlaun fyrir 3 sögur sem okkur finnst skara framúr í hverjum flokki fyrir sig fyrir áramót. En vegna áhrifa af Covid19 tókst það að þessu sinni ekki fyrr en á öskudag.
Lesa meira