Bungubrekka

Bungubrekka, skólasel og félagsmiðstöðin Skjálftaskjól, er til húsa við Breiðumörk 27a.

Skólaselið er samstarfsverkefni Grunnskólans í Hveragerði, foreldra og Hveragerðisbæjar. Meginmarkmið skólasels er að skapa nemendum öruggt, hlýlegt og notalegt umhverfi þar sem þeir fá notið sín í leik og starfi.  Í skólaselinu geta börnin leikið sér í frjálsum leik og sótt ýmiss konar íþróttir, skáta og fleira. Markmiðið með fjölbreyttu starfi skólaselsins er ekki að leysa foreldra af hólmi heldur létta undir með þeim þannig að þegar vinnudegi er lokið sé til staðar meiri tími fyrir fjölskylduna.

Skjálftaskjól er félagsmiðstöð Grunnskólans í Hveragerði fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk. Tilgangur Skjálftaskjóls er að veita börnum og unglingum í Hveragerði tækifæri til heilbrigðrar tómstundaiðkunar undir leiðsögn og eftirliti fagfólks.

Forstöðumaður Bungubrekku er Ingimar Guðmundsson.