17.09.2020
Í skólanum eru reglulega haldin nemendaþing yfir skólaárið. Hið fyrsta var haldið sl. þriðjudag og að þessu sinni tóku nemendur í 5. og 7. bekkjum þátt. Markmið nemendaþinga eru að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins.
Lesa meira
04.09.2020
Ákveðið hefur verið að Skólafærninámskeið í grunnskólum í Árnesþingi verði haldin í Teams fjarfundabúnaði í ár, í takt við tilmæli almannavarna um samkomuhald. Ákvörðunin er einnig tekin með tilliti til aðgerða skólastjórnenda í Árnesþingi sem margir hafa gert ráðstafanir með það að markmiði að fækka heimsóknum fullorðinna inn í skólana eins og við verður komið.
Lesa meira
02.09.2020
Heil og sæl. Skipulag septembermánaðar í skólanum okkar er með hefðbundnum hætti, hér koma helstu viðburðir utan venjulegs skólastarfs sem við viljum vekja athygli foreldra á. 4. sept. - Haustþing/skipulagsdagur...
Lesa meira
31.08.2020
Á fimmtudag í síðustu viku voru árgangagöngur skólans. Gönguferðirnar tókust mjög vel enda veðrið milt og gott. Nemendur fóru misjafnar leiðir...
Lesa meira
28.08.2020
Grunnskólinn í Hveragerði hefur fengið nýtt símanúmer. Nýja símanúmerið er 483-0800.
Lesa meira
26.08.2020
Komið þið sæl. Árgangagöngur verða á morgun, fimmtudag. Jafnframt eru 1., 4. og 7. bekkir í myndatöku...
Lesa meira
20.08.2020
Tilkynning um upphaf skólastarfs. Nemendur skólans mæti á skólasetningu mánudaginn 24. ágúst sem hér segir:...
Lesa meira
14.08.2020
Skólaselið í Bungubrekku óskar eftir starfsfólki í hlutastarf. Vinnutími mun vera frá kl. 12:30 til 16:00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2020. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að vinna með börnum, vera jákvæður, hafa góða færni í mannlegum samskiptum og gott vald á íslensku...
Lesa meira
09.06.2020
Á síðasta starfsdegi kennara þetta skólaár voru fáeinir starfsmenn kvaddir sem eru að ljúka störfum við skólann. Þeir sem kvaddir voru eru eftirtaldir, í stafrófsröð: Berglind Kristinsdóttir, Dagný Halla Björnsdóttir, Erika Mjöll Jónsdóttir, Erna Valdimarsdóttir, Fanný Björk Ástráðsdóttir, Geir Elías Úlfur Helgason, Gunnar Sigurðsson, Halldóra Margrét Svavarsdóttir, Hrafnhildur Björk Guðgeirsdóttir, Inga Lóa Hannesdóttir og Þórarinn Friðriksson.
Lesa meira
02.06.2020
Í dag eru foreldraviðtölin í fullum gangi og á morgun, miðvikudag 3. júní verða skólaslit. Að þessu sinni verða skólaslitin án foreldra hér í skólanum og nemendur í 1. - 9. bekk eiga að mæta í skólann til umsjónarkennara frá kl. 9 til 11. Inn í því er stutt dagskrá á sal með skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.10. bekkur útskrifast kl. 18 í Hveragerðiskirkju. Loks óska starfsmenn Grunnskólans í Hveragerði ykkur gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn :)
Lesa meira