Skólapúlsinn

Grunnskólinn í Hveragerði notast við Skólapúlsinn við innra mat. Skólapúlsinn býður uppá þrjár gerðir staðlaðra kannana fyrir grunnskóla fyrir nemendur í 6. – 10. bekk, starfsfólk og kennara.

Nemendakönnunin fer fram í nokkrum 40 nemenda úrtökum sem dreift er samhverft yfir skólaárið þar sem fjöldi úrtaka fer eftir stærð hvers skóla fyrir sig. Foreldrakönnunin og starfsmannakönnunin eru til skiptis árlega.

Foreldrakönnun er gerð í febrúar ár hvert og er fyrir foreldra barna á öllum aldursstigum grunnskólans. Búið er til 120 nemenda líkindaúrtak úr lista sem skólinn sendir inn í janúar. Í þeim tilfellum þar sem tvö netföng forráðamanna eru skráð á nemendur er spurningalistanum skipt í tvennt og helmingur listans sendur á sitt hvort netfangið. Öðru hvoru foreldrinu eða báðum í sameiningu er þó frjálst að svara báðum hlutunum. Niðurstöður á yngsta, mið- og unglingastigi eru birtar með samanburði við landsmeðaltal í byrjun mars svo lengi sem 80% svarhlutfalli hefur verið náð.

Starfsmannakönnunin fer fram á netinu í mars og er send á tölvupóstföng allra starfsmanna samkvæmt starfsmannalista sem tengiliður púlsins sendir inn í febrúar.  Könnunin fer fram í mars á ári hverju og niðurstöður hennar birtast á vefsvæði þátttökuskólanna í byrjun apríl. Efni kannana er endurskoðað árlega að vori á samráðsfundi með notendum kerfisins.

Eins kaupir skólinn eftirvinnslu á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa þar sem viðkomandi skóli fær heildaryfirlit yfir sínar niðurstöður í nafnlausum samanburði við sambærilega skóla. Skýrslan inniheldur langtíma- og árgangalínurit þar sem hægt er að skoða þróun einstakra hópa á milli prófa.