Árgangagöngur

Á fimmtudag voru árgangagöngur skólans. Gönguferðirnar tókust mjög vel og nemendur fóru um víðan völl. Sumir fóru Ölfusborgarhringinn, aðrir meðfram Reykjafjalli eða upp á Reykjafjall, nokkrir fóru meðfram Hamrinum og sumir yfir hann eða upp að útsýnisskífu í Kömbunum, inn í Reykjadal o.s.frv. Skemmtileg hefð hér í GÍH.