Eldfjallaverkefni í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk hafa verið að vinna með eldfjöll og eldgos undanfarnar vikur sem endaði með eldfjallakeppni þar sem nemendur bjuggu til eldfjöll og létu þau gjósa. Mjög metnaðarfull vinna var lögð í þetta verkefni og afraksturinn glæsileg eldfjöll þar sem gos var framkallað á mismunandi vegu enda máttu nemendur nota hugmyndaflugið og komu mismunandi gos út. Krakkarnir eiga öll hrós skilið fyrir metnað og hugmyndaauðgi við gerð eldfjallanna.