Jón Gísli, Sævar Þór, Matthea, Elva, Hrefna og Elín Hrönn.
Grunnskólinn í Hveragerði hefur fengið afhenta höfðinglega gjöf frá Minningarsjóði Mikaels Rúnars. Um er að ræða nýtt og glæsilegt fjölnota leiktæki með rennibraut á skólalóð. Gjöfin kemur sér afar vel þar sem fram kom á nemendaþingi síðasta skólaárs að sárlega vantaði rennibraut á skólalóðina.
Minningarsjóðurinn var stofnaður til að heiðra minningu Mikaels Rúnars Jónssonar sem lést af slysförum 1. apríl 2017 aðeins 11 ára gamall. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, styrkja skóla og íþróttastarf barna auk annarra góðra verka.
Við þökkum kærlega fyrir þessa glæsilegu gjöf.