Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Það var hátíðleg athöfn í Grunnskólanum í Hveragerði föstudaginn 25. maí síðastliðinn þegar lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin. Eins og áður voru það nemendur 7. bekkja um land allt sem tóku þátt og að þessu sinni var lokakeppnin haldin í samstarfi við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Það voru tíu flottir lesarar sem tóku þátt og fluttu framúrskarandi upplestur í þremur umferðum. Dómnefndin var skipuð af þeim Ingibjörgu Einarsdóttir frá Röddum, Guðrúnu Evu Mínervudóttir, rithöfund og Kristínu Örnu Hauksdóttir, kennsluráðgjafa. Þegar upp var staðið stóðu krakkarnir sig svakalega vel og erfitt var fyrir dómnefndina að skera úr um hver væri sigurvegari.

  1. sæti – Guðrún Anna Jónsdóttir, Grunnskólanum í Þorlákshöfn
  2. sæti – Björgvin Svan Mánason, Grunnskólanum í Hveragerði
  3. sæti – Stefán Gunngeir Stefánsson, Grunnskólanum í Hveragerði