Íþróttadagur á miðstigi

Það var mikið fjör í Hamarshöllinni á þriðjudaginn en þá fór fram íþróttadagur miðstigs í skólanum. Þar var fjölbreytt dagskrá í boði og fengu krakkarnir meðal annars að reyna fyrir sér í fimleikum, fótbolta og hjólabraut. Dagurinn tókst í alla staði vel og var virkni og hegðun nemenda til fyrirmyndar. Íþróttadagur í Hamarshöll er skemmtilega hefð sem hefur skapast á miðstigi sem hefur heppnast vel og heldur vonandi áfram hjá okkur í Grunnskólanum í Hveragerði.