Fjölgreindaleikarnir

Á fimmtudaginn sl. 27. maí voru svokallaðir fjölgreindaleikar hér í skólanum þar sem nemendur unnu fjölbreytt verkefni í stöðvavinnu í aldursblönduðum hópum.

Fjölgreindaleikarnir eru byggðir á fjölgreindakenningu Howard Gardners sem gengur út frá því að hver og einn búi yfir mörgum greindum og sé frá náttúrunnar hendi missterkur í einstökum greindum. Allir eru góðir í einhverju og allir eiga að fá tækifæri til að hlúa að styrkleikum sínum. Gardner hefur skilgreint átta greindir; málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, tónlistargreind, líkams- og hreyfigreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind. Þannig telur Gardner mikilvægt að skólastarfið efli allar greindir og að námsframboðið sé fjölbreytt til að koma til móts við sérhvern nemanda.

Að lokum var endað á grillveislu fyrir utan skólann í frábæru veðri.

Sjá nánar hér