Skólasetning
skólaárið 2021-2022
Grunnskólinn í Hveragerði verður settur mánudaginn 23. ágúst 2021.
Skólasetning verður með óhefðbundnum hætti vegna Covid-19, engin dagskrá verður í sal skólans.
Einn forráðamaður, með grímu, er leyfður með hverjum nemanda.
Nemendur skólans mæti til umsjónarkennara mánudaginn 23. ágúst sem hér segir:
2.-3. bekkur kl. 09:00
4.-5. bekkur kl. 9:30
6.-7. bekkur kl. 10:00
8.-10. bekkur kl. 11:00
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.
Nemendur 1. bekkja hafa verið boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum 19. ágúst og mæta á þriðjudag. Skólasel í Bungubrekku opnar kl. 8 á mánudag fyrir þá sem hafa skráð börnin í sumarfrístund.
Anddyri og heimastofur skólaárið 2021-2022
1. bekkur gengur um anddyri í nýbyggingu. Stofur 121-123.
2. bekkur í mjólkurbúi.
3. bekkur gengur um aðalanddyri. Stofur 115-116.
4. bekkur gengur um aðalanddyri. Stofur 107-108.
5. bekkur gengur um austuranddyri. Stofur 109, 208 og 209.
6. bekkur gengur um aðalanddyri. Stofur 200-202.
7. bekkur gengur um austuranddyri. Stofur 215-216.
8. bekkur gengur um aðalanddyri. Stofur 207 og 218.
9. bekkur gengur um aðalanddyri. Stofur 221-222.
10. bekkur gengur um aðalanddyri. Stofa 223.