Grænfáninn í fimmta sinn

Þann 6. september sl. fékk Grunnskólinn í Hveragerði afhentan sinn 5. Grænfána.

Þrátt fyrir heimsfaraldur og ýmsar takmarkanir hefur nemendum tekist að vinna að umhverfismálum með ýmsum hætti. Meðal verkefna var að fá Sævar Helga Bragason í heimsókn sem fræddi okkur um loftslagsmál og allir árgangar fara reglulega í útikennslu og fræðast þannig með beinum hætti um náttúruna og umhverfið. Skólinn okkar státar af einstaklega fallegum náttúruperlum allt um kring sem gaman er að nýta með fjölbreyttum hætti.

Umhverfisnefnd skólans er skipuð bæði starfsfólki og nemendum sem vinnur að því að halda umhverfisvitund innan skólans á lofti.

Til hamingju Grunnskólinn í Hveragerði.