Hjálmagjöf fyrir nemendur í 1. bekk

Í dag fengu nemendur í 1. bekk heimsókn við mjólkurbúið frá fáeinum félagsmönnum Kiwaninshreyfingarinnar en Kiwanis, í samstarfi við Eimskip, gefur öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla reiðhjólahjálma að vori.

Verkefnið er árviss viðburður til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins.

Í þessu samhengi má benda á að Grunnskólinn í Hveragerði er með umferðaröryggisreglur þar sem fram kemur að börn yngri en 7 ára mega ekki koma á reiðhjóli í skólann nema í fylgd eldri einstaklings sem hefur þá náð 15 ára aldri.

Sjá reglurnar hér