Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í áttunda sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu föstudaginn 9. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samstöðu. Við mælum með mismunandi bláum litum til að endurspegla það fjölbreytta litróf sem einhverfir lifa á.
Undanfarin ár hafa margir brugðið á það ráð að birta myndir á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #blarapril sem hefur lífgað upp á daginn og hjálpað til við að breiða út boðskapinn.
Sem fyrr er það Blár apríl - Styrktarfélag barna með einhverfu sem að bláa deginum stendur. Markmið átaksins er að vekja athygli á einhverfu og safna fé til styrktar málefnum er varða börn með einhverfu. Öll starfsemi styrktarfélagsins er unnin í sjálfboðavinnu og allt styrktarfé rennur óskert til söfnunarátaksins.
Sjá nánar hér