Litla upplestrarkeppnin

Síðustu mánuði hafa nemendur í 4. bekkjum unnið ötullega að framsögn og tjáningu vegna Litlu upplestrarkeppninnar sem hefst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Keppnin er svo haldin í apríl og byggir á sömu hugmyndafræði og stóra upplestrarkeppnin (í 7. bekkjum) þar sem ávallt er haft að leiðarljósi að keppa að betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu.

Æfingarnar tóku aðeins á en í keppninni sjálfri sýndu krakkarnir góða stillingu og framkoman var til fyrirmyndar. Fátt var um áhorfendur í salnum en við gátum boðið þremur góðum gestum, Mattheu aðstoðarskólastjóra, Ólafi deildarstjóra og Sigrúnu Björk á bókasafninu. Þau voru öll mjög hrifin af frammistöðu þeirra.

Við erum mjög stoltar af þeim enda er þetta dásamlegur hópur, allir stóðu sig vel og fengu viðurkenningarskjal í lokin.

Til hamingju með árangurinn!

Bergþóra og Sigríður, umsjónarkennarar í 4. bekkjum.