Skólahald 7.4-15.4 - Reglugerð heilbrigðisráðherra

Komið þið sæl,

Starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði er skipulögð í kringum reglugerð heilbrigðisráðherra 321/2021 sem gildir 25. mars 2021 og gildir til og með 15. apríl 2021. Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.

. Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
. Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.


MIKILVÆGT - Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur.

MIKILVÆGT - Skólamörk frá Reykjamörk er ekki ,,sleppistæði" frekar en áður. Aukinheldur er Skólamörk frá Reykjamörk ófær þessi misserin vegna framkvæmda.

Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.

. Hádegismatur í matsal.
o Hvorki er boðið upp á hafragraut né ávexti þennan tíma.
. Salatbar lokaður.
. Vatnsvélar eru ekki aðgengilegar þennan tíma.
. Samlokugrill og örbylgjuofnar eru ekki í notkun þennan tíma.
o Skipulag skóladagsins annars með hefðbundnum hætti.