07.04.2020
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypti í byrjun apríl af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. Lestur er sérstaklega mikilvægur fyrir börn, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri...
Lesa meira
03.04.2020
Komið þið sæl. Ef allt væri eðlilegt þá værum við nú að fagna glæsilegri árshátíð elsta stigs frá því í gærkvöldi, kveðja nemendur okkar, óska þeim góðrar helgar og gleðilegs páskafrís. En við höfum lítið hitt nemendur okkar í raunheimi síðan 13. mars....
Lesa meira
22.03.2020
Komið þið sæl, Í ljósi aðstæðna hefur skólastjóri að höfðu samráði við fræðsluyfirvöld, bæjarstjórn og sóttvarnayfirvöld á Suðurlandi ákveðið að fella niður hefðbundið skólastarf dagana 23.3-3.4.2020....
Lesa meira
20.03.2020
Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Lesa meira
15.03.2020
Komið þið sæl. Þetta eru mjög sérstakir tímar sem við lifum og við erum í aðstæðum sem ekkert okkar þekkir. Við getum þó sagt að við erum að takast á við krísuástand á heimsvísu. Þar sem fjöldi starfsmanna og nemenda hafa verið settir í heimasóttkví hefur skólastjóri að höfðu samráði við bæjarstjóra ákveðið að fella niður hefðbundið skólahald dagana 16. mars til og með 23. mars.
Lesa meira
14.03.2020
Komið þið sæl gott fólk. Starfsmaður við Grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með Covid-19 og fór af stað ferli sem er á ábyrgð sóttvarnayfirvalda og almannavarna. Rakningarteymi á vegum almannavarna hefur rakið ferðir hins smitaða og haft var samband við skólastjóra áðan. Nemendur eftirtalinna......
Lesa meira
13.03.2020
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Um er að ræða tímabilið frá 16. mars til 12. apríl. Markmið með takmörkun skólastarfs er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 farsóttar......
Lesa meira
12.03.2020
Nemendur í 3. bekk fara reglulega í útikennslu, í hverri viku. Í vikunni voru þau að læra um útilistaverk og fóru eftir það út í Listigarð og unnu sín eigin listaverk. Þau fengu frjálsar hendur með útfærslu á því en urðu að notast við þann efnivið sem þau fundu þar á jörðinni...
Lesa meira
12.03.2020
Komið þið sæl. Skólar starfa nú samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og bregðast við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna. Mikilvægt er að nemendur, foreldrar og forráðamenn geri það einnig.....
Lesa meira
06.03.2020
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Grunnskólanum í Hveragerði síðastliðinn fimmtudag og var hin hátíðlegasta að vanda. Lokahátíðin er samstarfsverkefni grunnskólanna, Radda, skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Skólarnir sem áttu fulltrúa á þessari lokahátíð voru Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólinn í Hveragerði, Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóli og Vallaskóli. Á lokahátíðinni kepptu þrír nemendur frá hverjum skóla sem höfðu verið valdir í forkeppnum í sínum skóla.
Lesa meira