Alþjóðlegi netöryggisdagurinn í dag

Í dag þriðjudaginn 8. febrúar er Alþjóðlegi netöryggisdagurinn, www.saferinternetday.org .

Í tilefni þessa dags eru fjölmörg áhugaverð verkefni í gangi sem vert er að vekja athygli á. Hér að

neðan má sjá samantekt á þeim helstu verkefnum sem er til umfjölllunar nú þetta árið. Í ljósi

aðstæðna og óvissu við undirbúning um hver staðan væri vegna heimsfaraldurs þá var ákveðið að ,,sá

út fræjum” þetta árið frekar en að leggja upp með skipulagða dagskrá í skólum vegna dagsins, það

getum við vonandi gert saman á næsta ári.

Hvað verður um að vera:

• Tik-tok herferð Barnaheilla gegn hatri á netinu - https://www.tiktok.com/@barnaheill

• Myndband um nýjan námsefnisvef SAFT - https://www.youtube.com/user/saftinsafe

• Nýtt veggspjald frá Heimili og skóla – SAFT um hatursorðræðu – saft.is og samfélagsmiðlar.

• Myndbönd í samstarfi við KPMG um netöryggi.

• Snjallvagninn heimsækir Árskóla á Sauðárkróki – Gagnvirk fræðsla með Lalla töframanni

• Snjallspjall, kynningamyndband - https://www.youtube.com/user/saftinsafe

• Nýtt hlaðvarp viðtal við Þórdísi Elvu. – Hlaðvarpsrás Heimili og skóla – SAFT

• Samstarfsaðilar birta nýtt efni – Fjölmiðlanefnd birtir nýja skýrslu.

Við hjá Heimili og skóla – SAFT vonum að þið sjáið ykkur fært að vinna með þennan dag og hvetjum

alla til að staldra við og skoða hvað og hvort það sé ekki efni þarna sem hægt er að vinna með.