Ný reglugerð um takmarkanir í skólastarfi

Sent á: Grunnskólinn í Hveragerði, Aðstandendur

Komið þið sæl,

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi gildir frá 29.janúar til 24.febrúar 2022. Sú breyting hefur orðið frá fyrri reglugerð að heimilt er að víkja frá fjöldatakmörkunum í mötuneytum að því gefnu að starfsfólk og nemendur fæddir 2005 og fyrr noti andlitsgrímu. Þetta þýðir að við getum boðið öllum nemendum, 1.-10.bekkjum aðgang að mötuneyti skólans.

Bestu kveðjur,
Sævar Þór