09.11.2020
Komið þið sæl. Baráttudagur gegn einelti er 8. nóvember ár hvert. Í Grunnskólanum í Hveragerði hefur sú hefð verið að nemendur dreifi vinakveðjum til bæjarbúa af því tilefni. Að þessu sinni er skólastarfið háð takmörkunum og þess vegna tóku nemendur skólans sig til að bjuggu til rafrænar vinakveðjur sem við deilum áfram til ykkar næstu daga.
Lesa meira
02.11.2020
Komið þið sæl, starfsemi við Grunnskólann í Hveragerði verður skipulögð í kringum þær takmarkanir sem taka gildi á morgun, 3. nóvember. Takmörkunin gildir til 17. nóvember. Í auglýsingunni segir í 4. gr. grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks....
Lesa meira
30.10.2020
Komið þið sæl. Á upplýsingafundi stjórnvalda í dag kom fram að breytingar eru framundan á skólastarfi. Reglugerð verður unnin um helgina í samstarfi menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Skólastarf fellur niður að minnsta kosti mánudaginn 2. nóvember. Starfsfólk skólans undirbýr óhefðbundið skólastarf næstu tvær til þrjár vikur þann dag. Engin starfsemi verður í Bungubrekku (Skólasel og Skjálftaskjól).
Lesa meira
30.10.2020
Á laugardaginn er hin árlega hrekkjavaka. Vegna hennar gerðum við okkur glaðan dag en innan þess ramma sem sóttvarnarráðstafanir gera ráð fyrir. Nemendur og starfsfólk skólans máttu koma í búningum, náttfötum eða kósýgalla í dag og taka með sér sparinesti.
Lesa meira
27.10.2020
Í tilkynningu frá Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra kemur fram að snjallgangbraut hefur verið tekin í notkun á Breiðumörk á móts við Skyrgerðina og eykur hún öryggi gangandi vegfarenda til mikilla muna. Uppsetning gangbrautarinnar er afrakstur vinnu umferðaröryggishóps sem starfandi var í Grunnskólanum í Hveragerði en hópurinn óskaði eindregið eftir aðgerðum sem bæta myndu öryggi barna við grunnskólann og á gönguleiðum nálægt skólanum.
Lesa meira
19.10.2020
Komið þið sæl. Líkt og áður hefur komið fram var hert á viðbragðsáætlun hjá okkur í Grunnskólanum í Hveragerði með tilkomu þriðju bylgju Covid 19. Við höldum áfram að gæta að sóttvörnum og ætlum að verja nemendur og starfsmenn okkar fyrir smiti í skólanum...
Lesa meira
19.10.2020
Lestrarátök eru að hefjast í skólanum. Markmiðið er að auka leshraða, lesskilning og lestrarlag. Nemendur fá með sér hefti með lestextum til að lesa í heima...
Lesa meira
04.10.2020
Komið þið sæl. Með tilkomu þriðju bylgju Covid 19 hefur verið hert á viðbragðsáætlun hjá okkur í Grunnskólanum í Hveragerði. Við höldum áfram að gæta að sóttvörnum og ætlum að verja nemendur og starfsmenn okkar fyrir smiti í skólanum. Einn liður í því er að takmarka umgengni utanaðkomandi aðila inn í skólahúsnæðið...
Lesa meira
02.10.2020
Í dag fékk 10. bekkur heimsókn en Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari flutti fræðsluerindið Leiðarvísir líkamans fyrir nemendur elstu bekkja grunnskólans...
Lesa meira
29.09.2020
Til allra foreldra og forráðamanna barna í Grunnskólanum í Hveragerði. Fundarboð fyrir aðalfund foreldrafélags GÍH og tenglafund bekkjatengla GÍH...
Lesa meira