Frá skólastjóra 21.1.2022

Komið þið sæl,

Skólastarf fer fram innan tilskipana reglugerðar frá Heilbrigðisráðuneytinu sem gildir til 2. febrúar 2022. Helstu atriði reglugerðarinnar er varðar skólastarf eru:
· Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
· Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
· Nálægðarmörk: Almennt gildir 2 metra nálægðarregla, í kennslustofum skal leitast við að hafa minnst 1 metra á milli nemenda.
· Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra reglu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
Sama skipulag í næstu viku varðandi mötuneyti og aðgang að því, frá fimmtudegi - sjá vikuskipulag hér neðar.
· Nemendur 1.-5. bekkja fá hádegismat í skólanum.
o Hvorki ávextir né hafragrautur í boði næstu viku.
o Grill og örbylgjuofnar ekki til staðar næstu viku.
· Nemendur í 6.-10. bekkjum þurfa að koma nestaðir í morgunhressingu og hádegishlé þessa viku.

Við höfum heyrt af nemendum og foreldrum sem hafa reynst smitaðir í þessari viku. Ekki hefur komið til smitrakningar innan skólans vegna þessara smita. Haft verður samband við foreldra ef til sóttkvía kemur, við vonum það besta enda bara tveir skóladagar nemenda í þessari viku.

Það er óskandi að okkur hafi tekist að ,,klippa á keðjuna." Smit verði ekki mikið fleiri og ekki þurfi að koma til stórra sóttkvía. Vert er að minna á að smit eru mikil meðal barna þessa dagana. Haldið börnunum heima ef þau eru með einkenni og farið í sýnatöku.

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga.

Með bóndadagskveðju,
Sævar Þór