Upphaf skólastarfs - Janúar 2022

Komið þið sæl,

Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott!

Skólastarf fer fram innan tilskipana reglugerðar frá Heilbrigðistráðuneytinu sem gildir til 14. janúar 2022. Helstu atriði reglugerðarinnar er varðar skólastarf eru:
. Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
. Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
. Nálægðarmörk: Almennt gildir 2 metra nálægðarregla, í kennslustofum skal leitast við að hafa minnst 1 metra á milli nemenda.
. Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra reglu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.

Vegna stöðunnar á faraldrinum má vera að skólastarf muni raskast á næstu dögum og jafnvel vikum. Þannig verður að telja að við munum geta átt í meiri erfiðleikum en áður að manna alla kennslu sökum forfalla starfsmanna. Vegna veikinda, sóttkvía og smitgáta. Kennsla í einstaka bekkjum getur riðlast frekar og munum við forgangsraða þannig að yngri nemendur gangi fyrir þeim eldri. Á hverjum tíma verður samt haldið uppi eins mikilli kennslu og hægt verður. Sóttvarnarreglur á hverjum tíma ráða för í samspili við faraldurinn.
. Ef foreldrar og forráðamenn kjósa að halda börnum sínum heima til öryggis fyrstu dagana sýnir skólinn því fullan skilning en við bendum á að skrá þarf slík forföll.
. Nemendur 1.-5. bekkja fá hádegismat í skólanum.
o Hvorki ávextir né hafragrautur í boði þessa viku.
o Grill og örbylgjuofnar ekki til staðar þessa viku.
. Nemendur í 6.-10. bekkjum þurfa að koma nestaðir í morgunhressingu og hádegishlé þessa viku.

Bestu kveðjur,
Sævar.