Breytingar - smitgát - sóttkví

Komið þið sæl,

Staðan í skólanum hefur verið ágæt síðustu daga. Fáir smitaðir og engar smitrakningar síðustu tvo daga.

Börn og unglingar eru nú samkvæmt nýrri reglugerð undanþegin reglum um smitgát en fara í sóttkví ef um smit á heimili er að ræða. Þessi breyting hefur áhrif á smitrakningu sem skólafólk hefur að mestu séð um, en nú verður hún frá.

Þó er mikilvægt að hafa í huga að ef börn eru með einkenni þá fari þau í pcr-sýnatöku.

Bestu kveðjur,
Sævar Þór