Skólahald fellur niður

Komið þið sæl

Þessi póstur er sendur á aðstandendur nemenda í Grunnskólanum í Hveragerði.

Almannavarnir og bæjaryfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að grunnskólinn verði lokaður allan daginn á morgun 07.02.22 vegna afar slæmrar veðurspár.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á öllum vegum í kringum Hveragerði og ljóst að miklar raskanir munu verða vegna veðursins.

Kær kveðja,
skólastjórnendur.